Hvers vegna vita ekki allir yfirmenn fyrirtækja þessi einföldu atriði?

Starfsánægja og starfsþróun Starfsánægja er eitt af því sem flestir yfirmenn fyrirtækja vilja að sé almennt ríkjandi hjá starfsmönnum sínum því aukin starfsánægja helst í hendur við aukin afköst starfsmanna ekki síður hollustu starfsmanna við fyrirtækið.

Í hverju felst starfsánægja? Starfsánægja er tilfinningaleg viðbrögð gagnvart því starfi sem starfsmaðurinn gegnir, en þau viðbrögð ráðast af samanburði á því sem hann fær út úr starfinu og því sem hann telur sig eiga skilið eða eiga von á úr starfinu.                En hvað er það sem gerir starfsmanninn ánægðan í vinnu? Það má skipta starfsánægjuþáttum í tvennt eftir því hvort áhuginn beinist að almennri starfsánægju (global sastisfaction) eða ánægju með sértæka þættir starfsins (facet satisfaction). Sértækir þættir starfsins sem stuðla að starfsánægju eru vinnan sjálf, þ.e.a.s. að hún sé áhugaverð og spennandi og hvort möguleikar séu á stöðuhækkun og starfsþróun. Vert er að staldra hér við og huga að því hvað felst í starfsþróun. Starfsþróun er samfellt ferli sem starfsmaðurinn gengur í gegnum í starfi sínu. Starfsþróun eflir hæfni og þekkingu starfsmannsins til faglegrar þróunar og eykur árangur og ánægju hans í starfi.Til þess að eðlileg starfsþróun geti átt sér stað þurfa skilyrðin og ferlið að vera þekkt hjá öllum starfsmönnum, þannig að þeir geti meðvitað aðlagað hæfni sína. Í flestum fyrirtækjum leiðir farsæl starfsþróun til stöðuhækkunar eða aukinni ábyrgð eða verkefnum en aukin ábyrgð í starfi eykur eins og áður hefur komið fram starfsánægju flestra. Það er ákaflega mikilvægt að vandað sé til verka þegar stöðuhækkanir eiga sér stað innan fyrirtækja. Ef ferlið við stöðuhækkun er ógegnsætt og menn skilja ekki hvað liggur að baki því hver valinn er til ábyrgðar eða stjórnunarstarfa, geta fyrirtæki setið uppi með hóp óánægðra starfsmanna sem sjá ekki hvaða leiðir eru færar til þess að ná framþróun í starfi.

Áhrifaþættir starfsánægju geta falist í störfum sem eru fjölbreytt, nýta hæfileika starfsmannsins og gefa honum tækifæri til að bera ábyrgð og vinna sjálfstætt. Kyn, menntun, aldur og almenn viðhorf til lífsins geta haft áhrif á það hversu ánægður einstaklingurinn er í starfi og hversu mikið hann getur gefið af sér í starfið. Lífsviðhorf starfsmannsins, jákvæðni eða neikvæðni, skiptir máli, en þessir þættir eru taldir skapa þann grunntón sem einkennir viðhorf einstaklingsins meðal annars til vinnu.                                                                                 Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að neikvæðir einstaklingar eru líklegri til að vera óánægðari í starfi. Margar rannsóknir sýna að konur upplifa meiri auðgun milli vinnu og fjölskyldulífs en karlar. Þeir upplifa meiri togstreitu í starfi. Aukin menntun starfsmannsins eykur starfsánægju og öruggi hans í starfi, þetta eru gleðifréttir fyrir þá sem eru komnir yfir miðjan aldur því að með auknum aldri eykst almennt starfsánægja einstaklingsins en aukin ánægja á reyndar við fleiri þætti í lífi miðaldra einstaklings.

Togsteita milli atvinnu og einkalífs getur haft áhrif á starfsánægju og valdið árekstri og streitu í einkalífinu þar sem hvort um sig krefst tíma. Ýmsar kenningar eru til um tengsl milli starfsánægju og ánægju með aðra þætti lífsins. Innan þessara smitunarkenninga er talið að orsakatengslin séu gagnvirk, þannig að lífsánægja orsaki starfánægju, ekki síður en starfsánægja orsakar lífsánægju.

Eftir þessu að dæma hlýtur það að vera akkur hvers fyrirtækis að hafa starfsmenn sína ánægða í starfi og eðlilegframþróun eigi sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband