Aukið minnisleysi hjá flugfreyjum og- þjónum

Sem betur fer er stöðugt verið að rannsaka áhrif langra flugferða á flugáhafnir og eru niðurstöður þeirra áhugaverðar þó þær séu ekki í hag flugþjónustuliða.                 Niðurstöður erlendra rannsókna eiga einnig við um íslenska flugþjónustuliða og því áhugaverðar sökum þess. Breskir rannsakendur mældu kortisól magn (stress hormón) í munnvatni flugþjónustuliða sem urðu reglulega fyrir truflun á líkamsklukkunni sökum flugs yfir mörg tímabelti. Í ljós kom að kortisól magn í munnvatni þeirra var mun hærra og viðvarandi allan vinnudaginn miðað við flugþjónustuliða sem flugu styttri flugferðir án truflunnar á líkamsklukkunni. Því hærra sem stress hormónið mældist hjá flugþjónustuliðunum því fleiri andleg og líkamleg einkenni komu í ljós hjá þeim.

lengur sem flugþjónustuliðarnir voru með óeðlilega hækkun á stress hormóninu í munnvatni (árafjöldi) því fleiri einkennum kvörtuðu þeir yfir. Einkennin voru minnisleysi, skert langtímaminni og skertur hæfileiki til rökhugsunnar.

Einkennin voru áberandi eftir fimm ára viðveru í starfi og jukust með hækkandi starfsaldri. Röngtenmyndataka á heila flugþjónustuliðanna sem urðu fyrir reglulegri truflun á líkamsklukkunni,sýndi einnig rýrnun á hægri gagnaugablaði heilans. Engin heilarýrnun var merkjanleg hjá þeim flugþjónustuliðum sem ekki urðu fyrir truflun á líkamklukkunni.

Þekkt er að áverkar eða slys sem verða á gagnaugablaði heilans leiði til minnisleysis og skertrar vitsmunalegrar getu hjá heilbrigðum einstaklingum.

Þessar niðurstöður eru áhugaverðar sérstaklega í ljósi þess að margir flugþjónustuliðar kvarta undan auknu minnisleysi án þess að átta sig á ástæðu þess. Að sjálfsögðu geta fleiri þættir haft áhrif á aukið minnisleysi svo sem hækkandi aldur, sjúkdómar, andlegt ástand, áfengis- og lyfjainntaka. Þörf er á viðeigandi ráðstöfunum til þess að viðhalda og bæta heilbrigði flugþjónustuliða í starfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband