Streita og starfskulnun meðal flugfreyja- og þjóna.

Streita er stækkandi vandamál á vinnustöðum í dag. Talið er að 50- 60% vinnandi starfsfólks finni fyrir streitu sem rekja má t.a.m. til mannlegra samskipta, mikilla krafa um hraða og of lítils sveigjanleika í starfi. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á streituvöldum á vinnustöðum hafa sýnt að nægur sveigjanleiki og gott skipulag geta komið í veg fyrir streitu. Persónlegir hagir einstaklinga skipta miklu máli en ef aðstæður eru hagstæðar á vinnustað heldur fólk lengur góðri heilsu þrátt fyrir erfiðar aðstæður í einkalífi. Konur þjáðst meira en karlar af streitu og eru meira frá vinnu sökum streitutengdra einkenna. Ef til vill felst skýring í því að konur eru í meirihluta á vinnustöðum þar sem er meira sálfræðilegt álag og verri vinnuskilyrði. Konur eru frekar í störfum sem eru einhæf og krefjast endurtekningar en afleiðingar þess eru stoðkerfisvandamál og vöðvabólga en t.a.m. eru 69% prósent íslenskra fluglfreyja og þjóna þjáðst af stoðkerfisvandamálum síðast liðinn mánuð ( Ásta Kristín Gunnarsdóttir 2015).

Langvarandi streita getur leitt til geðsjúkdóma svo sem þunglyndis,kvíða en það eru sjúkdómar sem herja hvað mest á fólki í dag. Hvað varðar líkamlega sjúkdóma þá má nefna sykursýki, stoðkerfisvandamál, hækkun á blóðþrýstingi, hjarta og æðasjúkdóma.

Eitt er víst að streituvandamál leiða til fjarvista og minni framleiðni í starfi. Hver ber ábyrgð? Vinnutengd steita er ekkert launingarmál. Vissulega eiga einstakingar misgott með að höndla vinnutengda streitu og persónulegir hagir geta haft áhrif þar um. Stöðugt er verið að hvetja einstaklinga til þess taka betur á streitu og andlegu álagi með aukinni hreyfingu, streitunámskeiðum,slökun og hollu matarræði, -sem er vel. Heilsusamlegt líferni getur hjálpað mörgum og styrkt einstaklinga til þess að taka betur á streitu og álagi í starfi. Áhersla á persónuleg úrræði hefur orðið til þess að sjónum hefur verið beint frá þeim þáttum í vinnuumhverfi sem valda streitu og álagi.

Í vinnuumhverfi flugfreyja og þjóna má nefna þætti sem valda streitu svo sem hávaða, stöðuga hreyfingu í vinnuumhverfi, mikinn hraða í starfi, erfið samskipti við bæði farþega og samstarfsfólk, síðast en ekki síst starfstengda þreytu og svefnskort. Það er atvinnurekandinn sem fyrst og síðast ber ábyrgð á að starfsfólk geti með góðu móti unnið störf sín og staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru þess.

Þó það sé erfitt að koma í veg fyrir vinnutengda streitu þá er ekki hægt að horfa framhjá mikilvægi þess að vinnuumhverfi stuðli ekki að slysum né veikindum starfsfólks. Geðheilsa og vellíðan starfsfólks er mikilvæg í öllum fyrirtækjum. Það hefur komið fram að veikindi starfsfólks eru tíð okkar á meðal, vel má skoða hvort einhver hluti þeirra séu út af streitu? Starfskulnun Eins og áður hefur komið fram getur verið ein birtingamynd streitu. Starfskulnun er tilfinningarlegt ástand sem getur auðveldlega haft áhrif á frammistöðu og áhuga í starfi.

Þó flugfreyju og þjónastarfið sé eftirsóknarvert og skemmtilegt starf þá eru ákveðnir þættir í starfi stéttarinnar sem geta leitt til starfskulnunar.

Má þá nefna:

 

• hár starfsaldur sem getur valdið leiða í starfi

• mikið vinnuálag

• mikið áreiti

• skortur á félagslegum stuðningi

• einmannaleiki í starfi

• skortur á ákvörðunarrétti (hvernig starfið er unnið og á hvaða hraða)

• líkamleg og andleg þreyta.

Einkenni starfskulnunnar eru:

• áhugaleysi í starfi

• minnkuð hollusta við atvinnurekendur

• pirringur

• kaldhæðni

• vaxandi einangrun

 • tilgangsleysi og gleymska

Kulnin í starfi er því miður hálfgert feimnismál í okkar samfélagi, ekki ósvipað og umræða og viðurkenning á geðsjúkdómum, því verður að breyta. Það er alvarlegt að margir þekkja ekki einkenni kulnunnar jafnvel þeir sem þjáðst af henni. Þess vegna er svo mikilægt að fræða starfsmenn um streitu og kulnun. Ekki síður styrkja forvarnir sem beinast m.a. að einkennum og úrlausnum kulnunnar í starfi. Slík forvörn mun draga úr veikindafjarvistum og auka vellíðan starfsfólksins og skila atvinnurekendum fjárhagslegum ábata þegar á lengri tíma er litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband